Skattaspor Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur nú látið KPMG vinna fyrir sig svokallað Samfélagsspor sem veitir upplýsingar um greidda skatta og þann hluta þeirra sem nýtist til uppbyggingar og þjónustu í nærumhverfinu.  Sá munur sem þar er á milli telst vera samfélagsspor.

Niðurstöður KPMG eru að á árinu 2013 námu skattgreiðslur til ríkisins 8.629 milljónum króna.  Framlög ríkisins til nærþjónustu voru hinsvegar 3.075 milljónir.  Samfélagsspor Vestmannaeyja nam því samtals 5.527 milljónum á árinu 2013.  Það merkir að íbúar og fyrirtæki í Vestmanneyjum lögðu rúmlega 5500 milljónum meira til hins opinbera en nýtt var til þjónustu í nærumhverfi þeirra.

Skattabyrgði Eyjamanna er mest tilkomin vegna byrði á einstaklinga eða 3199 og tekjuskattur fyrirtæja nemur 1.945 milljónum.  Þriðji hæsti skatturinn er síðan tilkominn vegna þess sértæka skatts sem lagður er á atvinnulífið í sjávarbyggðum í formi skatts á nýtingu auðlinda. 

Greiðslur samfélagasins í Vestmannaeyjum til ríkisins skiptist annars á þennan máta:

Kostnaðarsamasta nærþjónustan sem ríkið veitir í Vestmannaeyjum er rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja en til hans lagði ríkið 722 milljónir.  Næst dýrast er rekstur Herjólfs 717 milljónir.  Þriðji dýrasti kostnaðarliðurinn er síðan vegna reksturs Landeyjahafnar sem reyndar er ekki í Vestmannaeyjum 438 milljónir, en sanngjarnt og eðlilegt þótti að líta á rekstur hennar sem hluti af nærþjónustu við Vestmannaeyjar.

Greitt af fjárlögum til samfélagsins í Vestmannaeyjum er annars á þennan máta:

Ofangreint sýnir svo ekki verður um villst að landsbyggðin er ekki baggi á íslensku samfélagi.  Af hverjum 100 kalli sem fellur til sem skattfé í Vestmannaeyjum nýtast 64 krónur til reksturs annarstaðar en þar og þá fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu.  Eyjamenn hvetja því þingmenn og ráðherra til að fara vel með skattfé og gæta sanngirnis við útdeilingu á því.  Á bak við þessi framlög eru blóð, sviti og tár. 

Til athugunar:

*Reikna má með því að ný Vestmannaeyjaferja kosti fjögur til fimmþúsund milljónir.  Það merkir að fyrir þá skatta sem verða til í Vestmannaeyjum en eru ekki nýttir þar væri hægt að smíða nýja ferju á 10 mánaða fresti.

*Heildarkostnaður við að byggja Landeyjahöfn var um 4 milljarðar.  Fyrir það skattfé sem fellur til í Vestmannaeyjum umfram það sem þar er nýtt væri hægt að byggja nýja Landeyjahöfn á níu mánaða fresti.

*Í Vestmannaeyjum er ekki veitt fæðingaþjónusta.  Kostnaðurinn við slíka deild myndi nema um 80 milljónum á ári og um leið væri þá tryggð sú neyðarþjónusta sem fólgin er í skurðstofu.  Fyrir það skattfé sem fellur til í Vestmannaeyjum umfram það sem þar er nýtt væri hægt að reka um 70 slíkar deildir.  Það tekur Eyjamenn rúmlega 5 daga að leggja til umfram skattfé til rekstur fæðinga- og skurðstofuþjónustu.

*Fyrir árlegt skattfé sem fellur til í Vestmannaeyjum umfram það sem þar er nýtt má til dæmis mæta öllum árlegum framlögum íslenska ríkisins til: ársreksturs Samkeppniseftirlitsins, Listasafns Íslands, allra sendiráða Íslands erlendis, allra framlaga ríkisins til reksturs Hörpunnar, póst og fjarskiptastofnunar og öllum ríkisframlögum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 

Previous
Previous

Samfélagsleg sátt rofin

Next
Next

Frelsi og jafnrétti - Að vera einstaklingshyggjumaður er að vera jafnréttissinni.