Slík þingkona er Birgitta Jónsdóttir
Píratar eru um margt merkilegur flokkur. Velgengni þeirra í skoðanarkönnunum hefur verið með miklum ágætum. Flestum er ljóst að óánægja með „hefðbundin“ stjórnmál liggur til grunndvallar þessari velgengni. Þar til viðbótar á almenningur auðvelt með að samsama sig við látlausa og málefnalega afstöðu Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns flokksins. Fleira kemur til og heilt yfir hafa Píratar haldið vel á þeim spilum sem þeir hafa haft á sínum höndum. Fyrir það bera að...
.... hrósa þeim.
Hvað sem því líður þá er ömurlegt að verða vitni að því þegar þingmaður Pírata, –Birgitta Jónsdóttir- telur það viðeigandi að veitast að heilu byggðalagi og draga upp mynd af því sem þekktu fyrir spillingu og rotin viðhorf.
„Skagafjörður er Sikiley Íslands“ sagði þingkonan og bætir við.. „Þar þrýfst spilling og yfirgangur“. Það var og.
Í Skagafirði búa 3978 manns. Eins og svo víða í landsbyggðunum hafa íbúar þar mátt standa vel vaktina og berjast af fullum þunga fyrir tilveru sinni á seinustu árum. Á tímabilinu 2002 til 2012 fækkaði íbúum um 138, eða um 3,3%. Á sama tímabili fækkað íbúum á Norðurlandi vestra um 6,3%. Mikil fækkun var á milli áranna 2011 og 2012, eða um 86 íbúa, sem er 62% af fækkuninni frá 2002.
Í þessari stöu hafa íbúar með kjörnafulltrúa í fylkingaroddi talað sjálfstraust hvert í annað og gert kröfu á að byggðarlaginu verði sýndur skilningur. Tímabundið þarf aukið tillit kjörinnafulltrúa og jafnvel aðkomu ríkisins. Avinnulífið í Skagafirði er í raun öflugt og um margt má hrósa forsvarsmönnum þar fyrir samfélagslega áyrgð gagnvart íbúum. Það hefur skilað trausti og á meðan hagmunir íbúa og fyrirtækja eru sameiginlegir þykir íbúum eðlilegt að staðin sé sameignlegur vörður.
Margir þingmenn þessa kjördæmis hafa einnig brugðist við kallinu. Vita sem er að það er þjóðinni allri í hag að veita veikari byggðum tímabundin stuðning.
Illu heilli eru þó til þingmenn sem ekki skilja hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Fá það ekki séð að allir landsmenn vilja hag síns byggðalags sem mestan. Allir landsmenn ætlast til skilnings og fyllast ótta þegar þeir geta ekki séð fyrir sér trygga framtíð á heimahögum. Þeir telja það ekki til marks um ferkju að vilja að fá að búa börnum sínum framtíð í nágreni æskuslóða. Vilja ekki þurfa að flytja nauðug að heiman.
Sumir þingmenn draga fram neikvæðar eigindir og ata þeim óhikað á íbúa heils landshluta sem ekkert hafa til sakar unnið annað en að sýna samstöðu um hagsmuni síns byggðalags. Þingmenn sem láta ba ráttu gegn ákveðnum fyrirtækjum eða atvinnugreinum smitast yfir á íbúa heils sveitarfélags. Leggja þá á högstokk heiftugrar hugmyndafræði og sveifla öxinni. Þingmenn sem óhikað láta tilganginn helga meðalið. Slíkur þingmaður er Birgitta Jónsdóttir þingkona Pírata.
Ég tek ofan fyrir Skagfirðingum og íbúum allra þeirra landsbyggða sem hafa kjark til að berjast fyrir hagsmunum sínum.