Stefnt að byggingu nýrrar hafnar við græna iðngarða í Ölfusi.

Seinustu misseri hefur Ölfus unnið að mjög stórum verðmætasköpunarverkefnum á forsendum græns iðngarðs í Ölfusi. Eitt þeirra er uppbygging framleiðslufyrirtækis sem hyggst þróa íblöndunarefni í steypu sem ætlað er að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda (allt að 1,3 milljónir á ári) í því ferli. Verkefnið hefur þróast mikið eftir að sveitarfélagið hóf samvinnu við fyrirtækið. Forsenda þess að hægt verði að halda áfram með verkefnið er hafnargerð um 5 km. utan við Þorlákshöfn, innan grænna iðngarða.

Myndin sýnir hvernig höfnin er nú hugsun um 5 km. vestar og hvernig fyrirkomulag er hugsað innan hafnarinnar.

 

Tugmilljarða fjárfesting

Nýja höfnin kostar um 8 til 12 milljarða í framkvæmd. Hugmyndir gera ráð fyrir um 450 metra aðalgarði og 250 metra þvergarði. Höfnin verður um 9,5 metra djúp með um 220 til 260 metra snúningsrými. Viðlegukantar eru ætlaðir 180 metra langir. Skipulag hafnarinnar gerir ráð fyrir því að Ölfus geti nýtt höfnina til fjölbreyttrar starfsemi. Eftir atvikum starfsemi sem síður þrífst við höfnina innan þéttbýlisins. Heildarkostnaður við verkið gæti legið nærri 25 til 30 milljörðum.

Verið er að vinna að verkfræðilegri hönnun hafnarinnar

  Mikil verðmætasköpun fyrir nærsamfélagið

Eigandi verkefnisins er stórfyrirtækið Heidelberg. Heidelberg er stórt iðnfyrirtæki á heimsvísu, með um 63 þúsund starfsmenn á 3.000 stöðum víða um heim. Ljóst er að ef af verður mun tilkoma framleiðslufyrirtækisins hafa nokkur áhrif verðmætasköpun í nær samfélaginu. KPMG greindi þessi áhrif í fyrra:

  • Áætlaðar heildartekjur sveitarfélagsins voru metnar 488 til 788 milljónir

  • Um 60 störf skapst strax í upphafi.

  • Samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru meðal-mánaðarlaun íbúa í sveitarfélaginu í dag um 560.000 kr. en áætluð meðallaun við vinnsluna eru á bilinu 1-1,2 milljónir kr. á mánuði.

  • Um 50 afleidd störf verða til. Áætluð meðallaun í þeim verða um 750.000 ári.

  • Gera niðurstöður kannana ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins af beinum og óbeinum störfum verði á bilinu 58-115 milljónir kr. á ári.

  • Fasteignagjöld eru reiknuð út frá fasteignamati sem aftur er að hluta til reiknað út frá stærð bygginga. Gera áætlanir þar ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins af þessum byggingum verði 103-126 milljónir kr. á ári.

 

Staðan í dag

Heimildin fjallar í blaði dagsins um stöðu málsins. Ástæða er til að hrósa Arnari Þór Ingólfssyni fyrir vandaða og yfirvegaða umfjöllun um þetta stóra hagsmunamál sem eðlilega hefur kallað á viðbrögð víða.

Umfjöllun Heimildarinnar í dag er vel unnin.

Í umfjöllun dagsins kemur m.a. fram:

  • Ekki er lengur stefnt að því byggja upp aðstöðu fyrirtækisins innan þéttbýlisins heldur í um 5 km. vestar innan þess svæðis sem ætlað er til uppbyggingar tengdum grænum iðngörðum.

  • Sú staðsetning kallar á stærstu hafnargerð á Íslandi í mörg ár. Eftir það verða í raun tvær öflugar hafnir í og við Þorlákshöfn.

  • Nýja höfnin kostar um 8 til 12 milljarða í framkvæmd. Hugmyndir gera ráð fyrir um 450 metra aðalgarði og 250 metra þvergarði. Höfnin verður um 9,5 metra djúp með um 220 til 260 metra snúningsrými. Viðlegukantar eru ætlaðir 180 metra langir.

  • Rætt hefur verið um svokallað spalarmódel. Í því felst að höfnin verði byggð upp á kostnað fjárfesta svo sem lífeyrissjóða með notkunarsamning frá fyrirtækinu. Eftir ákveðin tíma -þegar framkvæmdakostnaður hefur skilað sér- verði höfnin eign sveitarfélagsins.

  • ·Megnið af efninu sem verður unnið verður fengið úr sjávarnámum. Einungis um 30% kemur úr námum á landi. Umferðin um þjóðvegina vegna þess flutnings nemur um 4,2%.

  • Áhrifin vegna ásýndar á mannvirkin frá þéttbýlinu verða umtalsvert minni en áður var áætlað. Nánast hverfandi lítil.

  • Nauðsynlegar breytingar á skipulagi verður ekki gerð fyrr en að undangenginni íbúakosningu.

Previous
Previous

Lögin svo gömul að Svandís þarf ekki að fara eftir þeim!!!

Next
Next

Það eru engin lönd rík sem ekki hafa aðgengi að orku