"Sumir ættu að þegja"
Stöð 2 hefur verið að kynna sér málefni okkar Eyjamanna á síðustu dögum. Umfjöllun þeirra um það sem fyrir augu hefur borið er í senn lýsandi og jákvæð. Það er aðdáunarvert að sjá 365, með Stöð 2 í broddi fylkingar, sinna landsbyggðinni á þann hátt.
Þessi frétt: http://youtu.be/4wleDUlh9Jw er í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar segir Kristján Már Unnarsson hreint út að "sumir eigi að þegja" og á þar við þá sem býsnast hvað mest yfir kostnaði við Landeyjahöfn en gleyma þeirri verðmætasköpun sem hér er.
Ég held....
að ég leyfi mér að taka heilshugar undir með Kristjáni Má um leið og ég færi honum þakkir fyrir þessa umfjöllun.