Þrettándinn - myndband af fyrsta degi
Í kvöld fór hin árlega Þrettándaganga í Eyjum fram í blíðskapaveðri. Óhætt er að fullyrða að sjaldan hafi betur til tekist. Þátttakendur skiptu þúsundum og sjaldan eða aldrei hafa fleiri komið að vinnu. Flugeldasýningin skóp fullkominn ramma um gleðina sem því fylgir þegar álfar, tröll, jólasveinar og aðrar furðuverur stíga léttan dans í bjarma varðelds við Löngulág. Sagt er að myndir segi meira en mörg orð. Þetta myndband sem hér er að finna...
...segir þá heilan sagnabálk (td. þá sögu að ég hélt að enn væri 2013 ;):
https://www.youtube.com/watch?v=X5wFbg1EKVg
Á morgun heldur dagskrá áfram.:
13.00 til 17.00 Langur laugardagur í verslunum
Tröllatilboð og álfaafslættir í fjölda verslana og veitingastöðum bæjarins.
11.00 til 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Fjölskylduleikir í öllum íþróttasölum undir stjórn íþróttaþjálfara , allir íþróttasalir opnir.
Fjölbreyttar þrautir í umsjón Írisar Sæmundsdóttur og íþróttafélaganna.
Leikfélag Vestmannaeyja sér um andlitsmálun
13.00-16.00: Myrkraverk í Sagnheimum /Byggðasafni
Hjálp! Grýla kom með fullt af dóti sem hún safnaði í mannheimi og faldi á safninu. Leppalúði varð svo reiður að hann klippti á rafmagnið!
KRAKKAR! Getið þið komið með vasaljós og hjálpað Grýlu að finna dótið sitt?
Frítt fyrir afa og ömmur í fylgd með börnum!
15.00 – 18.00 Brunum saman í Herjólfsdal og létt lög í Dalnum.
13.00 – 16.00 Opið á Náttúrugripasafni.
13.00 – 16.00 Opið á Surtseyjarstofu.
13.00 – 16.00 Opið í Sagnheimum.
21.00 Risatónleikar í Höllinni
Jónas Sig. og Ritvélar framtíÄ‘arinnar, ásamt LúÄ‘rasveitum Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Þrettándinn í Eyjum er ekki eitthvað til að láta fram hjá sér fara.