Verið að byggja 1046 íbúðir á Suðurlandi - íbúðum í Ölfusi fjölgar um 27%

Suðurland er að styrkjast mjög hratt. Íbúum fjölgar hér á meiri hraða en við höfum áður séð. Fyrst og fremst gerist þetta á forsendum verðmætasköpunar og einstakra tækifæra til atvinnusköpunar.

Í dag er verið að byggja 1046 íbúðir á Suðurlandi. Það er hvorki meira né minna en 7,3% fjölgun íbúða á augabragði. Mestur er vöxturinn á vesturhluta Suðurlands en athygli vekur gott gengi allra svæða. Þá er einnig sérstaklega áberandi hvað trúin á uppsveitirnar er mikil og umtalsverðar byggingaframkvæmdir. Þá er viðspyrnan í Hornafirði merkileg en þar hefur vörn verið snúið í sterka sókn svo tekið er eftir.

Um allt Suðurland er verið að byggja íbúðir og heimamenn finna þar með vilja nýrra íbúa til að velja fjölskyldum sínum framtíð í þeirra heimabæ.

 Ef við gefum okkur að það flytji að meðaltali 3 íbúar í hverja þessara íbúða þá mun fjölga Sunnlendingum fjölga um 3138 á einu til tveimur árum.

Hér í Ölfusi er trúin á framtíðina sérstaklega mikil. Í dag eru 1018 íbúðir í Sveitarfélaginu og verið að byggja 278 íbúðir. Það er 27% fjölgun íbúða. Allt eins má búst við því að þetta valdi fjölgun upp á rúmlega 800 íbúa. Þá verða hér 3750 íbúar hér í hamingjunni.

Framkvæmdarorkan í Þorlákshöfn er mögnuð. Þar er nú verið að byggja 260 íbúðir, auk 18 íbúða í dreifbýlinu.

Þessu mætum við með enn frekari stækkun leikskóla, stækkun grunnskóla, viðbótum við íþróttaaðstöðu, byggingu nýs miðbæjar, fjölgun íbúða fyrir aldraða og allt hitt sem þarf til að byggja upp framúrskarandi samfélag.

Nýr leikskóli verður tekin í notkun í Þorlákshöfn í þar næsta mánuði.

Suðurlandið er á fleygiferð.

Previous
Previous

Hjartsláttur Ölfus,  Hamingjan við hafið tekur yfir bæinn.

Next
Next

Sókn og samheldni – Ölfus í anda lýðveldisins 1944