Áherslur Vestmannaeyjabæjar í viðræðum við ríkið um yfirtöku á rekstri Herjólfs
Eins og komið hefur fram vinnur Vestmannaeyjabær nú að samkomulagi við Samgönguráðuneytið um yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Vestmannaeyjaferju. Verkefnið er í senn gríðalega viðamikið og mikilvægt.
Nú þegar hafa verið haldnir 3 undirbúningsfundir og sá fjórði er á morgun. Einlægur vilji er til að ná þessu saman og til að svo megi verða þarf að vanda gríðalega til undirbúnings.
Margir hafa spurt mig að því hvaða áherslur Vestmannaeyjabær kemur með inn í viðræðurnar og er því fljót svarað enda bæjarstjórn löngu búin að móta slíka afstöðu.
Þessi mynd hér að ofan útskýrir áherslur Vestmannaeyjabæjar í viðræðunum. Auðvitað eru þetta einhliða áherslur okkar og ekki víst að ítrustu kröfur nái fram að ganga. Eftir sem áður er ljóst að almennt er þeim vel tekið enda studdar rökum og mótaðar af þörfum samfélagsins og engu öðru.