Hérna má finna það allra helsta og nýjasta frá mér

Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Voðaverk með tilvísun í íslenskt samfélag

Óneitanlega verður manni hugsað til þeirrar afmennskunar sem sagan hefur sýnt okkur að geta haft ömurlegar afleiðingar. Það er ekki nema rétt rúmur mannsaldur frá því að Adolf Hitler og nasistastjórnin beitti því markvisst að viðhafa afmennskun til að lýsa gyðingum og báru þá saman við meindýr og sníkjudýr svo sem kakkalakka og rottur.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Húsnæði á Íslandi er of dýrt!

Við sem stjórnum sveitarfélögunum berum hér ábyrgð. Í sinni einföldustu mynd er það þannig að sveitarfélögin fara með einokunarstöðu þegar kemur að þeirri nauðsynjavöru sem lóðir eru. Engin ný lóð verður til án samþykkis sveitarfélags og engin lóð fær nýtt hlutverk án samþykkis þeirra. Án lóða verður ekki byggt. Þessa stöðu hafa sveitarfélögin nýtt sér til að skara eld að eigin köku á kostnað heimilanna í landinu. Þau einfaldlega drógu úr framboði til að hækka verðið.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Innviðir styrkjast

Krónan vinnur nú að stækka verslun sína í Þorlákshöfn um hvorki meira né minna en 80%. Núverandi húsnæði er 465 m2 en verður 835 m2 eftir stækkunina. Þá verður lóðin öll tekin í gegn. Bílastæðum fjölgað og boðið upp á rafhleðslu og bensínsölu.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Nýr leikskóli byggður í Ölfusi

Núna fyrr í dag skrifuðu fulltrúar Sveitarfélagsins Ölfus og forsvarsmenn Verkeininingar ehf. undir samning um byggingu nýs 4 til 6 deilda leikskóla. Um er að ræða 880 m2 fullbúinn leikskóla og er heildarsamningsfjárhæðin 595 milljónir eða rétt um 676 þúsund pr. fermeter.

Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði til allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Fáránleg ákvörðun framkvæmd á fáránlegan máta.

Í ljós hefur komið komið að ríkisfyrirtækið Landsbankinn tók sig til og keypti eitt stykki Tryggingafélag fyrir 28.600 milljónir í andstöðu við vilja fjármálaráðherra, án upplýsinga til Bankasýslunnar (sem fer með 98,2% eignarhlut í bankanum) og í trássi við eigendastefnu.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Næsti forseti Íslands verður Katrín Jakobsdóttir.

Auðvitað er það þannig að þegar maður hefur grun um eitthvað þá fer maður að lesa í aðstæður til að leita að því sem staðfestir grun manns. Eftirfarandi vísbendingar um hvað Katrín er að hugsa hafa þó vart framið fram hjá þeim sem fylgjast með:

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Börnin skildu ekki “brotalínu menningarstríðs“ og gerðu sig sek um “rasisma”.

Mín vegna má það fólk sem Jón Trausti kallar „góða fólkið“ halda baráttu sinni áfram. Um sumt er ég honum -jafnvel þeim- sammála. Um annað ekki. Mér dettur þó ekki í hug að hrífast af baráttuaðferðum þeirra sem einkennast af siðferðislegum aldgildisma (moral absolutism) þar sem eingöngu er svigrúm fyrir eina afstöðu. Sum okkar -til dæmis börnin sem kusu á þessu heimili- voru bara að horfa á söngvakeppni.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Þeir ætluðu að drepa hana ömmu!

Hún langalangaamma mín -Guðrún Þórðardóttir- var dæmd til dauða árið 1857 fyrir það að eignast barn sem var getið af fósturföður hennar. Dómnum var aldrei fullnægt. Frá henni eru komnir 1886 afkomendur, nú á lífi eru 1.783 einstaklingar. Hvorki ég né þau hefðum nokkurn tímann orðið til hefði dómnum yfir langalangömmu verið framfylgt.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Vefkrækja á loftgæðamæli í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur nú komið upp vind- og loftgæðamæli í Þorlákshöfn. Er það sérstaklega gert til auka öryggi bæjarbúa ef til þess kemur að gastegundir tegndar eldgosum berast þangað með vindi.

Hægt er að nálgast rauntímamælingar sem og safngögn með því að fylgja þessari vefkrækju:

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Tvö ný skip hefja siglingar á Þorlákshöfn eftir tvö ár.

Ábyrgð okkar sem eigum og rekum Þorlákshöfn hefur vaxið samhliða velgengni þessara siglinga. Á skömmum tíma hefur hafnaryfirvöldum í Þorlákshöfn tekist að styðja við þessa þróun með breytingum í landi, stækkun viðlegukanta, dýpkunaraðgerðum, stækkun snúningsrýmis, kaupum á dráttarbát og margt f.l. Enn eru verkefni fram undan enda ljóst að vaxandi umsvif við sjávarsíðuna kalla á umsvif landmegin.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Lögin svo gömul að Svandís þarf ekki að fara eftir þeim!!!

Óneitanlega veltir maður því þá fyrir sér hvort það sé almennt viðhorf VG til laga að óþarfi sé að fara eftir lögum sem komin eru til ára sinna ef þau falla ekki að pólitískri afstöðu þeirra, sérstaklega ef lögin eru ekki ný. Því fer fjarri að lög um hvalveiðar séu elstu lögin í lagasafni okkar. Þess eru jafvel dæmi að lagasafnið geymi tilvísanir í lög frá 1281.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Stefnt að byggingu nýrrar hafnar við græna iðngarða í Ölfusi.

Nýja höfnin kostar um 8 til 12 milljarða í framkvæmd. Hugmyndir gera ráð fyrir um 450 metra aðalgarði og 250 metra þvergarði. Höfnin verður um 9,5 metra djúp með um 220 til 260 metra snúningsrými. Viðlegukantar eru ætlaðir 180 metra langir. Skipulag hafnarinnar gerir ráð fyrir því að Ölfus geti nýtt höfnina til fjölbreyttrar starfsemi. Eftir atvikum starfsemi sem síður þrífst við höfnina innan þéttbýlisins. Heildarkostnaður við verkefni Heidelberg gæti legið nærri 25 til 30 milljörðum.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Það eru engin lönd rík sem ekki hafa aðgengi að orku

Við Íslendingar höfum val um hvort við viljum lifa við góð lífsgæði. Ólíkt flestum þá höfum við val um hvort við viljum þá velferð sem byggir á hagvexti og efnahagslegri velferð eða ekki. Sú velferð byggir á ábyrgri nýtingu auðlinda. Þar skiptir nýting á orkukostum mestu.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Kolbrún ráðin sem verkefnastóri Grænna iðngarða

Kolbrún Hrafnkellsdóttir er reyndur stjórnandi með yfirgripsmikla þekkingu á sviði viðskiptaþróunar, fjármögnunar og reksturs. Hún hefur undanfarin 20 ár unnið á alþjóðlegum vettvangi bæði sem stjórnandi í lyfjaiðnaðinum og sem stofnandi lyfjafyrirtækisins Florealis. Ekki spillir fyrir að Kolbrún er fædd og uppalin í Ölfusi

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

19 umsóknir um starf verkefnastjóra hjá Ölfus Cluster

Fyrir skömmu auglýsti Ölfus Cluster eftir starfsmanni til að gegna stöðu verkefnastjóra Grænna iðngarða sem unnið er að því að móta í nágrenni Þorlákshafnar. 19 umsóknir bárust. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hversu öflugir umsækjendur eru. Menntunarstig er hátt og reynsla víðtæk. Stjórn Ölfus Cluster vinnur nú að ráðningarferli.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Nýtt hótel á einstökum stað.

Ánægjulegt er að sjá þann ríka metnað sem lagður er í hönnun hússins. Áhersla er á notkun náttúrulegra byggingaefna svo sem lerkisklæðningu á útveggi sem mun grána og fá náttúrulegt útlit sem verður í takt við strandumhverfið sem húsið stendur í. Til að láta húsið falla enn frekar inn í umhverfið verður gras á þakinu.

Read More
Elliði Vignisson Elliði Vignisson

Fjölþjóðlegu verkefni ýtt af stað í Ölfusi

Ljóst er að þetta verkefni er þegar orðið einn af hornsteinum grænna iðngarða sem nú er unnið að því að móta og fellur sem slíkt vel að áherslum sveitarfélagsins Ölfus er kemur að atvinnuuppbyggingu á svæðinu og skipulagi Grænna Iðngarða. Áherslan er sem fyrr á hringrásarhagkerfið og að allir straumar séu endurnýttir eins og kostur er.

Read More